
Dagskrá vikunnar í Samfélaginu
Samfélagið er fyrir fólk á öllum aldri, verið velkomin!
Digraneskirkja þriðjudagur 11. mars
Leikfimi í kapellunni kl.11. Hádegisverður kl. 12, fiskibollur, hrísgrjón og karrýsósa.
Helgistund kl. 12.30, eftir helgistund verður boðið upp á kaffi og góða mola.
Gestur okkar að þessu sinni er Guðmundur Jakobsson sem starfar hjá Össuri. Hann fræðir okkur um starfsemi fyrirækisins og segir frá ferð til Úkraínu.
Hjallakirkja miðvikudagur 12. mars
Bænastund kl. 12 og Fiskur á föstu.
Eftir bænastundina fáum við góðan gest sr. Skúla Sigurð Ólafsson sóknarprest í Neskirkju. Hann ætlar að spjalla um Guðbrand Þorláksson biskup.
Fiskmáltíð, kaffi, molar og spjall. Prjónasamvera kl. 13.
Digraneskirkja fimmtudagur 12. mars
Leikfimi í kapellunni kl. 11, helgistund kl. 11.45, léttur hádegisverður og kaffi.
10. mars 2025 - 09:03
Alfreð Örn Finnsson