
Digranes- og Hjallakirkja sunnudagur 23. mars
Digraneskirkja
Messa kl. 11.
Kvennakórinn Blika í Kópavogi leiðir sönginn. Gróa Hreinsdóttir er organisti og sr. Alfreð Örn þjónar. Við biðjum fyrir átakinu Mottumars og þeim sem glíma við krabbamein.
Íþrótta- og sunnudagaskóli kl. 11.
Þrautabraut, leikur, söngur og bænir. Ágústa, Heiða, Jakob og Kristján hafa umsjón.
Súpa og grjónagrautur eftir stundirnar.
Hjallakirkja
Guðsþjónusta kl. 20.
Kvennakór Digranes- og Hjallakirkju ásamt söngvaranum Stefáni Helga Stefánssyni sem oft er kallaður Elvis flytja gospel tónlist undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, organista. Sr. Alfreð Örn þjónar.
Kaffi, molar og spjall eftir stundina.
19. mars 2025 - 23:33
Alfreð Örn Finnsson