Dagskrá vikunnar í Samfélaginu

Samfélagið er fyrir fólk á öllum aldri, verið velkomin!

Digraneskirkja þriðjudagur 25. mars

Leikfimi í kapellunni kl.11. Hádegisverður kl. 12, boðið verður upp á hakkabollur og kartöflumús.

Helgistund kl. 12.30, eftir helgistund verður boðið upp á kaffi og góða mola.

Gestur okkar að þessu sinni er sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur á Skinnastað. Jón ætlar að

fræða okkur um Skinnastað og Öxarfjörð.

Hjallakirkja miðvikudagur 26. mars

Bænastund kl. 12 og Fiskur á föstu.

Eftir bænastundina kemur Margrét María Sigurðardóttir lögreglustjóri á Austurlandi og kirkjukona í

heimsókn. Fiskmáltíð, kaffi, molar og spjall. Prjónasamvera kl. 13.

Digraneskirkja fimmtudagur 27. mars

Leikfimi í kapellunni kl. 11, helgistund kl. 11.45, léttur hádegisverður og kaffi.

24. mars 2025 - 13:59

Alfreð Örn Finnsson