Dagskrá vikunnar í Samfélaginu

Samfélagið er fyrir fólk á öllum aldri, verið velkomin!

Digraneskirkja þriðjudagur 1. apríl

Leikfimi í kapellunni kl.11. Hádegisverður kl. 12, súpa og salatbar.

Helgistund kl. 12.30, eftir helgistund förum við í heimsón á Árnastofnun. Þau sem ekki fara í ferðina

geta spjallað og drukkið kaffi. 

Rútuferðin kostar 2000 krónur (posi á staðnum), aðgangur að safninu kostar 1200 krónur.

Hægt er að skrá sig í ferðina með því að hringja í s. 554-1620 eða senda póst á

digraneskirkja@digraneskirkja.is

Hjallakirkja miðvikudagur 2. apríl

Bænastund kl. 12 og Fiskur á föstu.

Eftir bænastundina ætlar dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson að spila djass fyrir okkur.

Fiskmáltíð, kaffi, molar og spjall. Prjónasamvera kl. 13.

Leikfimi í kapellunni kl. 11, helgistund kl. 11.45, léttur hádegisverður og kaffi.

29. mars 2025 - 11:11

Alfreð Örn Finnsson