6-9 ára starf kirkjunnar fellur niður í dag. Er þessi ákvörðun tekin með öryggi barnanna í huga en mikill snjóþungi og háir skaflar eru nú á gönguleiðum frá skólum til kirkjunnar. Litlir fætur þreytast auðveldlega í svona færð sem og að áhættan í kringum stórar umferðargötur eykst til muna.
Umsjónarmenn dægradvala í Kópavogsskóla og Smáraskóla vita af þessu og verður hringt í foreldra. Einnig var sendur póstur á póstfangalista foreldra. Það er von okkar að þessi skilaboð komist til allra í tæka tíð.
Við hlökkum til að sjá börnin í næstu viku
F.hönd 6-9 ára starfsins, Rakel Brynjólfsdóttir.
26. janúar 2012 - 13:26
Rakel Brynjólfsdóttir