Á brúðkaupsdegi
Amazing Grace
Á brúðkaupsdegi bið ég þess
að blessist allt á jörð.
Hjá þeim er vinna heilög heit
að helgri sáttargjörð.
Ég bið að drottin blessi þau
er bundu sáttargjörð.
Og verði þeirra styrka stoð
og standi um þau vörð.
John Newton
Brúðarljóð
Love me tender
Blessa Drottinn blessa þú
brúðhjónin í dag,
efl þú þeirra ást og trú
og allan þeirra hag
sönnum kærleik, sannri trú
sé þeirra hjónaást,
svo ævi þeirra öll sé byggð
á elsku´ er hvergi brást.
Hvar sem þeirra liggur leið
lífs um ævistig,
verði þeirra gata greið
og gleðin minni´ á þig.
Helga þeirra börn og bú
og blessa þeirra hag,
já blessa Drottinn, blessa þú
brúðhjónin í dag.
Elvis Presley / Vera Matson
Íslenskur texti: Sr. Sigurður H. Guðmundsson
Upp frá þessu
From this moment
Upp frá þessu
á ég nýtt líf.
Upp frá þessu
þú ert mín hlíf.
Gjöf hvors annars
og gefin í trú.
Upp frá þessu nú.
Upp frá þessu
bæn mín er sú
brúðkaupsdagsins
að hamingju nú.
Eigum við nú
í ást, von og trú.
Upp frá þessu nú.
Ég gef þér líf mitt allt við heilög heit,
því hamingju ég fann er þig í fyrstu leit.
Ég vil með þér eiga æviskeið
og ávallt eiga lífs á leið.
Upp frá þessu
gef ást mín’ og traust
alla virðing’
og von endalaust
í framtíð saman,
finnum í trú.
Upp frá þessu nú.
Nú við eigum upphafið sem hjón
og ekkert vinnur ástum okkar nokkurt tjón.
Sameinuð við eigum æviskeið,
og ávallt eigumst lífs á leið.
Upp frá þessu
og sérhverja stund
ég þig elska,
ég heiti þér nú
framtíð saman,
finnum í trú.
Upp frá þessu nú:
Ég þig elska,
ást mín ert þú.
Upp frá þessu nú.
Robert John Lange / Shania Twain
Íslenskur texti: Sr. Gunnar Sigurjónsson.
Einni þér ég ann
When I fall in love
Einni þér ég ann.
Eilíflega gefinn.
Enga aðra elska kann.
Hverful veröldin
er hissa
Þegar ástin sinn farveginn fær.
Dropar daggar
dagmál kyssa.
Morgunsól heimi kærleika ljær.
Eftirvænting mín
eins og döggin morguns
kyssir sérhvert krónublað.
Líkt og blóm sem kossins bíður
þá birtir um dag,
Bíð ég þín hvert sólarlag.
Edward Heyman / Victor Young
Íslenskur texti: Sr. Gunnar Sigurjónsson
Ást
Sólin brennir nóttina, og nóttin slökkvir dag;
þú ert athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag.
Þú ert yndi mitt áður og eftir að dagur rís,
svölun í sumarsins eldi og sólbráð á vetrarins ís.
Svali á sumardögum og sólskin um vetrarnótt,
þögn í seiðandi solli og syngur, ef allt er hljótt.
Söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn,
þú gafst mér jörðina og grasið og Guð á himnum að vin.
Þú gafst mér skýin og fjöllin og Guð til að styrkja mig.
Ég fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en ég elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði ég að unna þér,
og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfri mér.
Aldir og andartök hrynja með undursamlegum nið;
það er ekkert í heiminum öllum nema eilífðin, Guð – og við.
Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig.
Ég fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en ég elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði ég að unna þér,
og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér.
Höfundur texta: Sigurður Norðdal
Höfundur lags: Magnús Þór Sigmundsson