Ritningarvers fyrir fermingarbörn
Ritningarvers eru vers úr Biblíunni. Fermingarbörn velja sér ritningarvers úr Biblíunni fyrir fermingarathöfnina. Hér að neðan eru tillögur að ritningarversum.
Ritningarvers úr Nýja testamentinu
- Tvöfalda kærleiksboðorðið – Jesús svaraði honum: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er hliðstætt þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Matt. 22.37-39
- Litla Biblían – „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Jóh. 3.16
- Gullna reglan – „Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera.“ Matt. 7.12
- „Sælir eru hógværir, því þeir munu jörðina erfa.“ Matt. 5.5
- „Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.“ Matt. 5.7
- „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Matt. 5.8
- „Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.“ Matt. 5:9
- „En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður.“ Matt. 5.44
- „Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.“ Matt. 5.48
- „En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ Matt. 6.33
- „Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.“ Matt. 7.7
- Jesús sagði: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ Matt. 11.28
- „Á nafn hans munu þjóðirnar vona.“ Matt. 12.21
- Símon Pétur svarar: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ Matt. 16.16
- Jesús horfði á þá og sagði: „Menn hafa engin ráð til þess en Guði er ekkert um megn.“ Matt. 19.26
- „Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga því einn er leiðtogi yðar, Kristur.“ Matt. 23.10
- „Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar.“ Matt. 23.11
- „Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“ Matt. 23.12
- „Vakið því, þér vitið eigi hvaða dag Drottinn yðar kemur.“ Matt. 24.42
- Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.“ Matt. 28.18
- „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“ Matt. 28:20
- Jesús sagði: „Óttast ekki, trú þú aðeins.“ Mark 5:36
- Jesús sagði við hann: „Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.“ Mark. 9.23
- „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki.“ Mark. 10.14
- „En Guði er enginn hlutur um megn.“ Lúk. 1.37
- „Verið miskunnsöm eins og faðir yðar er miskunnsamur.“ Lúk. 6.36
- „Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. Af gnægð hjartans mælir munnur hans.“ Lúk. 6.45
- Og Jesús sagði við alla: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér.“ Lúk. 9.23
- Jesús svaraði: „Já, því sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ Lúk. 11.28
- „Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera.“ Lúk. 12.34
- „Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð.“ Jóh. 1.1
- „Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“ Jóh. 4.24
- Jesús sagði þeim: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.“ Jóh. 6.35
- Jesús sagði: „Þann sem til mín kemur mun ég alls eigi brott reka.“ Jóh. 6:37
- Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“ Jóh. 8.12
- Jesús sagði: „Ef þið farið eftir því sem ég segi eruð þið sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera ykkur frjálsa.“ Jóh. 8.31
- „Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina.“ Jóh. 10.11
- Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.” Jóh. 11.25
- „Ég hef gefið yður eftirdæmi að þér breytið eins og ég breytti við yður.“ Jóh. 13.15
- „Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“ Jóh. 13.35
- „Hjarta ykkar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig.“ Jóh.14.1
- Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.” Jóh. 14.6
- „Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau er sá sem elskar mig. En þann sem elskar mig mun faðir minn elska og ég mun elska hann og birta honum hver ég er.“ Jóh. 14.21
- Jesús svaraði: „Sá sem elskar mig varðveitir mitt orð og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gera okkur bústað hjá honum. “ Jóh. 14.23
- „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. “ Jóh. 14.27
- „Ég hef elskað yður eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðug í elsku minni.“ Jóh. 15.9
- „Ef þér haldið boðorð mín verðið þér stöðug í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.“ Jóh. 15.10
- „Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður. “ Jóh. 15.12
- „Sælir eru þeir sem hafa ekki séð og trúa þó.“ Jóh. 20.29
- „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.” Post. 5.29
- En þeir sögðu: „Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.“ Post. 16.31
- „Sælla er að gefa en þiggja.“ Post. 20.35
- „Við vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs, þeim sem hann hefur kallað samkvæmt ákvörðun sinni.“ Róm. 8.28
- „Hafið andstyggð á hinu vonda en haldið fast við hið góða.“ Róm. 12.9
- „Verið ekki hálfvolg í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni.“ Róm. 12.11
- „Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni.“ Róm. 12.12
- „Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum.“ Róm. 12.15
- „Lát ekki hið illa sigra þig en sigra þú illt með góðu.“ Róm. 12.21
- „Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni í krafti heilags anda.“ Róm. 15.13
- „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.” 1. Kór. 13.4
- „Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu , vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ 1. Kor 13.7-8
- „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ 1. Kor 13.13
- „Drottinn er andinn og þar sem andi Drottins er, þar er frelsi.“ 2. Kor 3.17
- „Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika.“ 2. Kor. 12.9
- „Verið glöð. Verið fullkomin, áminnið hvert annað, verið samhuga, lifið saman í friði. Þá mun Guð kærleikans og friðarins vera með ykkur.“ 2. Kor. 13.11
- „Með því að trúa á Krist Jesú eruð þið öll Guðs börn.“ Gal. 3.26
- „Þið eruð öll eitt í Kristi Jesú.“ Gal. 3.28
- „En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og sjálfsagi.“ Gal. 5.22-23
- „Berið hvers annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists.“ Gal. 6.2
- „Villist ekki. Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.“ Gal. 6.7
- „Þreytumst ekki að gera það sem gott er því að á sínum tíma munum við uppskera ef við gefumst ekki upp.“ Gal. 6.9
- „Við eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans sem er höfuðið, Kristur.“ Ef. 4.15
- „Verið góðviljuð hvert við annað, miskunnsöm, fús til að fyrirgefa hvert öðru eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið ykkur.“ Ef. 4.32
- Verið lítillát og metið hvert annað meira en ykkur sjálf. Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra. Fil. 2.4
- „Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var.“ Fil. 2.5
- „Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð.“ Fil. 4.4
- „Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. “ Fil. 4.5
- „Að endingu, systkin, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dygð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.“ Fil. 4.8
- „Þið skuluð gera þetta, sem þið hafið bæði lært og numið, heyrt og séð til mín. Og Guð friðarins mun vera með ykkur. Fil 4.9
- „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.“ Fil. 4.13
- „Hann hefur frelsað okkur frá valdi myrkursins og flutt okkur yfir í ríki síns elskaða sonar.“ Kól. 1.13
- „Þið hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú. Lifið því í honum. “ Kól. 2.6
- „Lát engan líta smáum augum á æsku þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði og hegðun, í kærleika, trú og hreinleika.“ 1. Tím. 4.12
- „Gleymið ekki gestrisninni því að vegna hennar hafa sumir hýst engla án þess að vita.“ Heb. 13.2
- „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.“ Heb. 13.8
- „En gleymið ekki velgjörðaseminni og hjálpseminni því að slíkar fórnir eru Guði þóknanlegar.” Heb. 13.16
- „Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er ofan að, frá föður ljósanna. Hjá honum er engin umbreyting né flöktandi skuggar. Hann er ávallt hinn sami. “ Jak. 1.17
- „Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum.“ 1. Jóh 1.5
- „Ef við játum syndir okkar, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti.“ 1. Jóh 1.9
- „Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum heldur í verki og sannleika.“ 1. Jóh 3.18
- „Því að Guð er meiri en hjarta okkar og þekkir allt.“ 1. Jóh 3.20
- „Þið elskuðu, elskum hvert annað því að kærleikurinn er frá Guði kominn og hver sem elskar er barn Guðs og þekkir Guð.“ 1. Jóh 4.7
- „Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Ef við elskum hvert annað þá er Guð í okkur og kærleikur hans er fullkomnaður í okkur.“ 1. Jóh 4.12
- „Við þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á okkur, og trúum á hann. Guð er kærleikur og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.“ 1. Jóh. 4.16
- „Og þetta boðorð höfum við frá honum, að sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn og systur.“ I. Jóh. 4.21
- „Vertu trúr allt til dauða og ég mun gefa þér kórónu lífsins.“ Opb. 2.10
- „Ég kem skjótt. Haltu fast því sem þú hefur til þess að enginn taki kórónu þína. “ Opinb. 3.11
- „Ég er Alfa og Ómega, hinn fyrsti og hinn síðasti, upphafið og endirinn.“ Opb. 22.13
Rtingingarvers úr Gamla testamentinu
- „Er ekki svo að þú getur verið upplitsdjarfur ef þú gerir rétt, en gerir þú rangt þá liggur syndin við dyrnar? Hún girnist þig en þú getur sigrast á henni.“ I. Mós. 4.7
- „Verið djarfir og hughraustir, óttist ekki og skelfist ekki frammi fyrir þeim því að Drottinn, Guð þinn, fer sjálfur með þér. Hann mun hvorki bregðast þér né yfirgefa þig.“ 5. Mós 31.
- „Drottinn fer sjálfur fyrir þér, hann verður með þér. Hann mun hvorki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig. Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast.“ 5. Mós 31.8
- „Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast því að Drottinn, Guð þinn, er með þér hvert sem þú ferð.“ Jós. 1.9
- „Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er áreiðanlegt, skjöldur er hann öllum sem leita hælis hjá honum“ 2. Samúelsbók 22.31
- „En verið hughraustir. Látið ykkur ekki fallast hendur því að ykkur verður umbunað fyrir verk ykkar.“ 2. kron 15.7
- „Það er speki að óttast Drottin, viska að forðast illt.“ Jobsbók 28.28
- „Í friði leggst ég til hvíldar og sofna því að þú einn, Drottinn, lætur mig hvíla óhultan í náðum.“ Davíðssálmur 4.9 (Slm. 4.9)
- „Ég vil þakka þér, Drottinn, af öllu hjarta, kunngjöra öll máttarverk þín.“ Slm. 9.2
- „Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita.“ Slm. 9.11
- „Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis.“ Slm. 16.1
- „Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar hnýt ég ekki.“ Slm. 16.8
- „Varðveit mig sem sjáaldur augans, fel mig í skugga vængja þinna.“ Slm. 17.8
- „Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er hreint, skjöldur er hann öllum sem leita hælis hjá honum.“ Slm. 18.31
- „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.“ Slm. 23.1
- „Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“ Slm. 23.4
- „Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti fyrir þá sem halda sáttmála hans og boð.“ Slm. 25.10
- „Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast?“ Slm. 27.1
- „Í þínar hendur fel ég anda minn, þú frelsar mig, Drottinn, þú trúfasti Guð.“ Slm. 31.6
- „Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni.“ Slm. 34.2
- „Engill Drottins setur vörð kringum þá er óttast hann og frelsar þá.“ Slm. 34.8
- „Treyst Drottni og ger gott, þá muntu óhultur búa í landinu.“ Slm. 37.3
- „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ Slm. 37.5
- „Eins og hindin þráir vatnslindir þráir sál mín þig, ó Guð.“ Slm. 42.2
- „Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda.“ Slm. 51.12
- „Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér.“ Slm. 55.23
- „Þú ert von mín, Drottinn, þú, Drottinn, ert athvarf mitt frá æsku.“ Slm. 71.5
- „Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig.“ Slm. 86.5
- „Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt.“ Slm. 86.11
- „Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.“ Slm. 91.11
- „Því að Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns.“ Slm. 100.5
- „Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.“ Slm. 103.2
- „Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein.“ Slm. 103.3
- „Þakkið Drottni því hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.“ Slm. 107.1
- „Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.“ Slm. 119.105
- „Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.“ Slm. 121.2
- „Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar.“ Slm. 121.5
- „Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína.“ Slm. 121.7
- „Kenn mér að gera vilja þinn því að þú ert Guð minn, þinn góði andi leiði mig um slétta braut.“ Slm. 143.10
- „Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur.“ Slm. 145.8
- „Drottinn er öllum góður og miskunn hans hvílir yfir allri sköpun hans.“ Slm. 145.9
- „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins.“ Okv. 4.23
- „Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur.“ Okv. 16.3
- „Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, vinsældir eru betri en silfur og gull.“ Okv. 22.1
- „Hinn örláta munu menn blessa því að hann gefur hinum fátæka af brauði sínu.“ Okv. 22:9
- „Hann veitir kraft hinum þreytta og þróttlausum eykur hann mátt.“ Jes. 40.29
- „Óttast eigi því að ég er með þér, vertu ekki hræddur því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með sigrandi hendi minni“ Jes. 41.10
- „Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, ég held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast eigi, ég bjarga þér.“ Jes. 41.13
- „Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.“ Jer. 29:11
- „Ef þér leitið mín munuð þér finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta 14 læt ég yður finna mig, segir Drottinn.“ Jer. 29.13-14
- „Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar, hann annast þá sem leita hælis hjá honum.“ Nahúm 1.7
- „Traustur vinur er örugg vörn, finnir þú slíkan áttu fjársjóð fundinn.“ Sír. 6.14
- „Traustur vinur er verðmætari öllu, á engan kvarða fæst gildi hans metið.“ Sír. 6.15