Frá Skírdegi til Páskasólar

Trúarlegt ferðalag í helgihaldi Digranes- og Hjallakirkju.

Skírdagur

er dagur seinustu kvöldmáltíðarinnar, söfnuðurinn kemur saman um kvöldið kl. 20 til þess að eiga samfélag um borð Guðs. Altarið er afskrýtt og gengið út í myrkri og íhugun.

Föstudagurinn langi

Klukkan 11 verður athöfn sem nefnist Tignun krossins í Digraneskirkju. Þar er lesið úr Passíusálmunum og píslarsögunni ásamt því að leikin er falleg tónlist. Eftir stundina verður boðið upp á fiskmáltíð og samfélag.

Um kvöldið kl. 20 verður guðsþjónusta í Hjallakirkju. Lesnir eru ritningartextar passíunnar og tónlist eða söngur milli lestra.

Páskadagur

Hjallakirkja

Hátíðarmessa kl. 9

Morgunverður eftir messu. Fólk hvatt til þess að taka eitthvað með sér á hlaðborðið. Boðið verður upp á kaffi, te, djús og rúnstykki.

Digraneskirkja

Hátíðarmessa kl. 11

Páskasunnudagaskóli. Íþróttaskóli, saga páskanna og páskaeggjaleit kl. 11

Hádegisverður eftir messu og sunnudagaskólann. Fólk hvatt til þess að taka eitthvað með sér á hlaðborðið. Boðið verður upp á kaffi, te, djús og rúnstykki.