Emotions Anonymous (EA) á Íslandi hafa opnað deild í Digraneskirkju á þriðjudögum kl. 17-18.
Fundirnir fara fram á jarðhæð, gengið niður með kirkjunni frá bílastæði.
EMOTIONS ANONYMOUS SAMTÖKIN Á ÍSLANDI
EA þriðjudagsdeildin í Digraneskirkju býður upp á andlegt ferðalag í gegnum EA sporin með leiðsögn og hjálp nýju EA verkefnasporabókarinnar. Þáttakendur þurfa að hafa aðgang að eftirfarandi efni sem verður til sölu á fundum: Emotions Anonymous bókinni, Leiðbeiningarsporabók EA og AA bókinni.
1. Mælt er með að tveir vinni saman og taki síðan þátt í EA fundum þar sem við miðlum af reynslu, styrk og vonum á ferðalaginu sem við erum saman á.
2. Þeir sem vinna saman mæla sér mót, lesa saman yfir efnið í EA bókinni og verkefnaheftinu og tjá sig um reynslu sína sem kemur upp í vinnunni.
3. Þá verða sérstakir fundir í EA þriðjudagsdeildinni tvisvar í mánuði, þar sem viðkomandi geta tjáð upplifun sína af vinnunni.
Kynningar- og fræðslufundur verður haldinn 01. Október, kl. 17-18.30, í Digraneskirkju. Boðið er uppá að koma inn á fundinn á zoom fjarfundakerfinu, smellið á eftirfarandi krækju; https://us02web.zoom.us/j/3233214137?omn=89124360509
Fundurinn verður tekinn upp.
Krækja fyrir upptökuna verður síðan sett inná:
FB hópur þriðjudagsdeildar Emotions Anonymous á Íslandi
https://www.facebook.com/groups/1181270136347848
Á þessum fundi fer Esther Helga yfirferð yfir vinnuna framundan og kynnir hvert spor. Þú hefur aðgang að þessari upptöku og getur glöggvað þig á efninu á þínum tíma, eftir því sem fram er haldið með sporin.
Eftirfarandi eru dagsetningar á fundum hjá EA þriðjudagsdeildinni sem verða tileinkaðir þessari vinnu. Eftirfarandi er dagskráin fyrir sporavinnuna.
Dagsetning | Efni |
---|---|
01. október 2024 | Kynningarfundur – Hefjum Spor 1 |
15. október 2024 | Tjáning á fundi um Spor 1 og hefjum Spor 2 |
29. október 2024 | Tjáning á fundi um Spor 2 og hefjum Spor 3 |
05. nóvember 2024 | Tjáning á fundi um Spor 3 og hefjum Spor 4 |
19. nóvember 2024 | Tjáning á fundi um Spor 4 og hefjum Spor 5 |
03. desember 2024 | Tjáning á fundi um Spor 5 og hefjum Spor 6 |
17. desember 2024 | Tjáning á fundi um Spor 6 og hefjum Spor 7 |
07. janúar 2025 | Tjáning á fundi um Spor 7 og hefjum Spor 8 |
21. janúar 2025 | Tjáning á fundi um Spor 8 og hefjum Spor 9 |
04. febrúar 2025 | Tjáning á fundi um Spor 9 og hefjum Spor 10 |
18. febrúar 2025 | Tjáning á fundi um Spor 10 og hefjum Spor 11 |
04. mars 2025 | Tjáning á fundi um Spor 11 og hefjum Spor 12 |
EA bókin kostar kr. 3.000.- EA Verkefnabókin kr. 5.000.- Verkefnabókin verður til sölu á fundum EA þriðjudagsdeildar í Digraneskirkju. Við erum að safna fyrir þýðingu og prentun og hægt er að byrja að greiða fyrir heftið á fundum fram að því að við hefjum ferðalagið. Bókin verður tilbúin seinna í september. Gjaldkeri þriðjudagsdeildar tekur á móti fyrirframgreiðslum fyrir verkefnabókina. Hægt er að greiða beint inná eftirfarandi reikning: 0370-13-906936 Kennitala: 260958-7049 Kr. 5.000.- (skrifa “bókin” sem skýringu)