Fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði yfir vetrartímann hittast konur á vegum ITC samtakanna á Íslandi í Hjallakirkju. ITC er félagsskapur sem býður upp á sjálfsnám og sjálfstyrkingu, t.d. þjálfun í ræðumennsku, fundarsköpum, nefndarstörfum, mannlegum samskiptum og fleira. Markmið ITC er að hvetja til aukins persónulegs þroska einstaklingsins, með því að:
- Skapa tækifæri til að æfa tjáskipti, samskipti og stjórnun á reglulegum deildarfundum og með þátttöku í nefndarstörfum, stjórnarstörfum og samvinnu á efri stigum samtakanna
- Gefa kost á hæfnismati eða mati á því hvort aðili hefur nýtt sér námsefni, ásamt ábendingum um áframhaldandi framfarir og þjálfun
Í Hjallakirkju starfar ITC deildin Fífa en tilgangur þeirra sem starfa í ITC Fífu er að þjálfa sig í ræðumennsku, fundarsköpum og mannlegum samskiptum. Allir eru hjartanlega velkomnir í heimsókn. Netfang ITC Fífu er itcfifa@isl.is.