Alfanámskeiðið hefst kl. 18 fimmtudaginn 29. janúar 2015.

Alfa II. Frábært námskeið um Filippíbréfið. Á námskeiðinu gefst kostur á að kynna sér efni Biblíunnar og ræða um kristna trú.

Námskeiðið er á fimmtudögum kl. 18-21 og hefst með kvöldverði. Kennt verður í sex skipti og þeir sem vilja geta farið á Alfa helgi í lokin.

Enginn námskeiðskostnaður er en kostnaður vegna kvöldverðar er kr. 15oo. Stuðst er við bókina Líf á nýjum nótum og verður hægt að kaupa hana á kr. 2000.

Leiðbeinandi er sr. Magnús Björn Björnsson. Skráning í síma 554 1620 eða hjá magnus@digraneskirkja.is

20. janúar 2015 - 17:13

Sr. Magnús Björn Björnsson